Prófkjörum lokið í Kópavogi, eða hvað?

Framsóknarmenn héldu prófkjör á laugardaginn í Kópavogi og þar vann oddviti flokksins og eini bæjarfulltrúinn, sannfærandi sigur, og komu þeir yfirburðir nokkuð á óvart. Mótframbjóðendur hans fláðu ekki feitan gölt í þessu prófkjöri, Gísli Tryggvason í 5. sæti og Einar Kristján náði engum árangri sem kemur svolítið á óvart. Þeir Gísli og Einar eru greinilega ekki framtíðarstjórnmálamenn í Kópavogi. Vinstri grænir sýndu einnig sýnum bæjarfulltrúa, Ólafi Þór Gunnarssyni, stuðning en hann háði þar enga samkeppni. Nýtt nafn kemur í 2. sætið, sem gæti orðið bæjarstjórnarsæti ef VG í Kópavogi heldur rétt á spilunum.

Frjálslyndir í Kópavogi eru einnig að huga að framboði þótt flokkurinn hafi nánast þurrkast út í síðustu þingkosninu. Helst er rætt um að Helgi Helgason leiði þann lista, en varla verður þar farið í prófkjör. Ekkert hefur frést af því hvort Gunnar I. Birgisson ætli að taka 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins, sem hann á ekkert víst þar sem hann hlaut ekki bindandi kosningu í það sæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband