Í saltfiskvinnslunni aukast hráefniskröfurnar og mikil verðmætasköpun gæti átt sér stað í útvötnunarferlinu

Á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin ár í haust, sú fyrsta sem gætti hlutleysis, ræddi Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal um vermætasköpun í íslenskum sjávarútvegi og benti á að þorskur hefði skilað mestu útflutningsverðmæti afurða eftir tegundum árið 2009, eða 36%, síld 12%,ýsa 10%, karfi7%, ufsi 6%, rækja 5%, gráðlúða 4% og aðrar fisktegundir samtals 20%. Kristján taldi að bregðast mætti við samdrætti í geininni m.a. með samruna fyrirtækja, sanþjöppunaflaheimilda, sérhæfingu og auknum umsvifum fiskmarkaða. Öflug sjávarútvegsfyrirtæki ættu þess kost að auka sókn í nýja fiskistofna, auk þróun og fjárfestingu í nýrri tækni, efla markaðsumsvif og sanhæfa betur en áður veiðar, vinnslu og markaði. Kristján minnti á að árið 1981 hefði þorskafli landsmanna verið 460 þúsund tonn, svo nú mætti aðeins veiða um 34% þess þorskafla sem þá fékkst úr sjó.

,,Ferskar afurðir eru oft verðmætari en frystar,” sagði Kristján, og auka mætti hlutfall hnakkastykkja úr flaki, það gæfi auk þess aukið magn og selja mætti fleiri tegundir ferskar á markað. En fyrst og fremst þarf að auka framleiðslu til manneldis.

,,Það á sér stað mikil þróun í vinnslunni og í frystingu eru að koma fullkomnari og nákvæmari flökunarvélar, flæðilínur, skurðarvélar, flokkunarbúnaður, samvalsvélar, pökkunarvélar, vogir og margt fleira. Búast má við aukinni verðsamkeppni á heimsmarkaði og þar munu láglaunalönd eins og Kína láta stöðugt meira til sín taka.”

 Aukin verðmæti felast í aukahráefni 

Í saltfiskvinnslunni aukast hráefniskröfurnar og vinnslutæknin að breytast, tekin upp margskiptur ferill og mikil verðmætasköpun gæti átt sér stað í útvötnunarferlinu. Aukin verðmætasköpun gæti einnig átt sér stað í sjófrystingunni en þar hefur átt sér stað lítil vöruþróun. Frekari nýting aukahráefnis getur falist í hausum, klumbrum og hryggjum, með betri nýtingu og meðferð á lifur í niðursuðu og lýsisvinnslu og hægt er að auka betur nýtingu á hrognum, lifur, svilum, maga, roði og fleiru. Stórir og jafnfram lítt nýttir markaðir væru fyrir fiskiprótein,

 

Kristján benti á mjög vannýttar tegundir hér við land, s.s. hvali, makríl, miðsjávarfiskinn gulldeplu en nefndi sérstaklega rauðátu. Norskt fyrirtæki hefur hafið veiðar og vinnslu í tilraunaskyni en áætlað að í Norskahafinu sé 350 til

600 milljónir tonna af rauðátu. Mögulega er hægt að nota rauðátu til framleiðslu á afurðum til manneldis. Kristján taldi það því ofar öllum vafa að til staðar væru miklir möguleikar til aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband