Á byrjunarreit í Icesave-málinu?

Svo kann að vera að við Íslendingar (eða a.m.k. ríkisstjórnin) sé á byrjunarreit í Icesave-málinu ef Bretar og Hollendingar hafa hafnað þeim fyrirvörum við samninginn sem Alþingi samþykkti.  Ríkisstjórnin getur engu þokað því hún grípur ekki frammi fyrir hendururnar á Alþingi, og þá eykst nú vandi Jóhönnu forsætisráðherra, og var þó ærin fyrir. Nú hafa borist hugmyndir frá Bretum og Hollendingum um hvernig ljúka megi IceSave málinu. Samkvæmt fréttum ríkissjónvarpsins gera þjóðirnar athugasemdir við að ríkisábyrgðin taki enda 2024. Í lögum um ríkisábyrð er skýrt kveðið á um að ábyrgðin taki ekki gildi fyrr en Bretar og Hollendingar hafa lýst yfir samþykki sínu við fyrirvarana með óyggjandi hætti. Jafnframt er algjörlega skýrt að fyrirvörunum verður ekki breytt nema með lögum. Það er því ljóst að íslensk stjórnvöld geta ekki samþykkt neinar breytingar á fyrirvörunum, með eða án fyrirvara um samþykki Alþingis, án þess að farið sé á svig við lög. Ef einhverjir hafa hugmyndir um annað þá koma upp í hugan hugtök eins og ráðherraábyrgð og virðing fyrir Alþingi.

Mikilvægt er að trúnaði á hverjar hugmyndir Breta og Hollendinga verði aflétt þannig að efnisleg umræða geti farið fram. Valdhöfunum ætti að vera ljóst að þeir komast ekki til lengdar upp með að múlbinda þingmenn með kröfu um trúnað og virða hann síðan ekki sjálf. Ríkisstjórnin á að sýna þá hreinskilni að birta athugasemdir Breta og Hollandi, og það strax! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband