Hægfara og jákvæð uppbygging sem fáir veita athygli

Um 200 manns eru nú með aðstöðu á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en áttunda frumkvöðlasetur miðstöðvarinnar var opnað með formlegum hætti í dag. Sex ný frumkvöðlasetur hafa verið opnuð eftir hrunið í fyrra og hafa um 150 störf myndast innan þeirra. Þetta gerist án þess að misvitrir bankamenn hafa þar hönd í bagga, og vonandi verður svo um framhaldið. Frumkvöðlasetrið, Kím - Medical Park, er ætlað fyrirtækjum í heilbrigðistækni og skyldum greinum og hafa tólf hátæknisprotafyrirtæki fengið aðstöðu þar. Við opnun Kíms í dag kom fram að innan heilbrigðistækninnar felast mikil tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki, enda markaður fyrir lækningatæki og heilsuvörur gríðarstór á heimsvísu, og væntanlega fyrir útflutning í náinni framtíð án þess að útrásarsauðirnir sem hafa komið okkur á kaldan klaka komi þar nærri.

Á meðal fyrirtækja á setrinu eru SagaMedica, sem framleiðir heilsuvörur úr íslenskum lækningajurtum en íslenskt átti ekki upp á pallborðið meðan sauðirnir réðu hér ríkjum og komust upp með hvað sem er. Einnig má nefna Medical Algorithms sem vinnur að hugbúnaðargerð fyrir lækningatæki, Valamed sem er að þróa lyfjanæmispróf fyrir hnitmiðaðri lyfjameðferð og Líf-Hlaup sem vinnur að þróun lyfjasamsetningar til notkunar á slímhúðir. Vonandi er þetta aðeins byrjunin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband