28.11.2010 | 00:24
Sýnum aðhald, auðmýkt og þakklæti á jólaföstunni
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á sunnudaginn en aðventan heitir líka jólafasta. Það minnir átakanlega á nauðsyn aðhalds. Fastan sem undirbúningur stórhátíðar er mikilvæg. Það er yndislegur siður að ganga að jólahlaðborði allsnægtanna, en ...........nú höfum við síðustu tvö ár verið stöðvuð á þeirri göngu og áminnt um nauðsyn föstunnar. Aðhald og fasta hefur það hlutverk að minna okkur á að gæðin eru ekki sjálfsögð. Í aðhaldi og föstu er fólgin auðmýkt. Og auðmýktin leiðir til þakklætis. Við undirbúning stórhátíðar og gleðihátíðar, er mikilvægt að gleyma ekki föstunni, aðhaldi, - auðmýkt og þakklæti. Þau orð gera okkur hljóð og fá okkur til að hugsa okkar gang. Þau fá okkur til að líta í eigin barm og finna okkar eigin ábyrgð og skyldur. Allsnægtirnar gera okkur svo undarlega kröfuhörð og frek! Auðmýktin gerir okkur líka að betri mönnum. Hún kennir okkur að við erum þiggjendur og að við höfum þegið lífið og lífsgæðin að gjöf. Því ættum við að vera ákafari að þakka. Við skyldum því ekki gleyma boðskap aðventu og jólaföstu, minnast þess að aldrei hafa fleiri verið án atvinnu á Íslandi, aldrei fleiri þurft að stíga þau þungu spor að biðja um aðstoð til þess að geta fætt sig og sína. Það er líka gott á komandi jólaföstu að sýna stjórnvöldum umburðarlyndi þó einhver bið verði á því að heimilunum í landinu verði sýnd áþeifanleg aðstoð, bæði af hálfu stjórnvalda og bankakerfisins.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2010 | 18:53
Nefndin einhæf
![]() |
Kirkjuþing samþykkir nefndina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2010 | 22:46
Enn er lagt fram fjölmiðlafrumvarp
Nýtt fjölmiðlafrumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi. Í öllum megin atriðum er þetta sama frumvarp og lagt var fram á síðasta þingi og náðist ekki að afgreiða. Stærsta breytingin frá fyrra frumvarpi er að í stað þess að setja á fót sérstaka Fjölmiðlastofu til að hafa eftirlit með framkvæmd laganna og safna upplýsingum um fjölmiðlamarkaðinn, er nú gert ráð fyrir að Fjölmiðlanefnd sjái um þetta hlutverk. Að flestu leyti eru þó greinar frumvarpsins sem lúta að stjórnsýslu samhljóða í gamla og nýja frumvarpinu, nema hvað að í stað stofu er nú talað um nefnd.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða afgreiðslu þetta frumvarp fær á Alþingi, hverjir tjá sig um það, og hvort það tekur einhverjum breytingum í umfjöllun Alþingis. Svo fer það til staðfestingar forseta á Bessastöðum, hvað gerir hann í það skiptið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2010 | 23:08
Vottar grunaðir um að hylma yfir kynferðisafbrot
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)