Orđ og athafnir fara ekki alltaf saman

Mikilvćgi tónlistarmenntunar er óumdeilt. Allt nám er fjárfesting og á aldrei ađ tala um útgjöld í ţví sambandi. Einn af hornsteinum jafnađarstefnunnar er jafnrétti til náms og ţá ekki síđur tónlistarnáms. Ţađ eru grundvallar réttindi allra barna ađ fá tćkifćri til ađ stunda nám í tónlist óháđ stétt og stöđu og ţví ţarf ađ búa svo um hnútana ađ knappur fjárhagur komi ekki í veg fyrir ađ börn lćri á hljóđfćri. Ţví ţarf ađ lćkka kostnađ viđ tónlistarnám og fjölga tónlistarkennurum í Kópavogi.

Í ţví sambandi verđur áhersla Samfylkingarinnar á komandi kjörtímabili ađ efla tónlistarnám í grunnskólum Kópavogs enn frekar og bjóđa upp á ókeypis forskólanám fyrir alla sem ţess óska. Ţađ er mikilvćgt ađ veita auknu fé til Tónlistarskóla Kópavogs í ţví markmiđi ađ draga úr biđlistum, en eins og stađan er í Kópavogi er allt ađ 5 ára biđ eftir hljóđfćranámi sem er međ öllu óásćttanlegt. Međ einsetningu grunnskólanna stunda börnin hefđbundiđ tónlistarnám síđdegis og ţví er mikilvćgt ađ fćra tónlistarnám yngstu barnanna ađ sem mestu leyti inn fyrir veggi grunnskólanna. Ţá ekki einungis forskólanámiđ heldur hiđ hefđbundna tónlistarnám. Varđandi samning Sameinuđu ţjónanna um réttindi barnsins og ađalnámsskrá tónlistarskóla munu jafnađarmenn í Kópavogi vissulega standa vörđ um ţá yfirlýsingu nú sem fyrr međ ţví ađ hrinda ofangreindum markmiđum í framkvćmd.

Ţetta sagđi einn af forystumönnum Samfylkingarinnar í ađdraganda kosninganna 2006. Síđan kom ađ vísu efnahagskreppa en kannski hefur tónlistarnámi veriđ haldiđ í meira fjársvelti en öđru námi, svo ekki sé talađ um íţróttir og hestamennsku. Nú er Samfylkingin í meirihlutasamstarfi í bćjarstjórn Kópavogs en ekki er ađ sjá ađ auka eigi möguleika á tónlistarnámi nema síđur sé. Stundum fara orđ og athafnir ekki saman, ţví miđur.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Atli Kristjánsson

Sćll félagi, ţetta er góđur pistill frá ţér og orđ í tíma töluđ. Beinskeytt skrif og málefnaleg. Ef meirihlutinn í Kópavogi bregst viđ áskorun ţinni, verđa ţau menn ađ meiri.

Jón Atli Kristjánsson, 28.9.2011 kl. 16:47

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband