20.7.2011 | 23:57
Makríll eins og engisprettur umhverfis landið
Oft er þörf en nú er nauðsyn áður en það fer enn verr en þegar er orðið í hafinu. Eitt ráðið er auðvitað að veiða nógu mikið af makrílnum. En Hafrannsóknastofnun á sannarlega næsta leik.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.7.2011 | 01:02
Á næst stærsta bæjarfélag landsins engan miðbæ?
Hvernig miðbæ viljum við í Kópavogi? Oft er spurt hvar miðbær Kópavogs sé, og ekki að ástæðulausu. Stjórnsýslan er í Hamraborginni og þar eru menningarstofnanir Kópavogs flestar og það ætti að gefa atvinnulífinu og þjónustunni á svæðinu byr undir báða vængi, en svo er ekki. Atvinnulífið er mjög fábrotið í Hamraborginni, aðallega þjónustufyrirtæki eins og bankar, fasteignasölur, arkitektastofur, bókhaldsfyrirtæki og flóra verslana er einnig fábrotin, s.s. matvöruverslanir, blómaverslun, bókaverslun og undirfataverslun fyrir konur en engar fataverslanir eða skóbúðir fyrir karlmenn, og fleira vantar. Kaffihús og skyndibitastaðir eru á staðnum en engin ,,fínni" matsölustaðir þar sem hægt er að setjast niður í rólegu umhverfi og njóta stundarinnar. Við Smáratorg og í Smáralind fá bæði kynin eitthvað við sitt hæfi, en umhverfið vantar það sem prýða á og má miðbæ sveitarfélags á stærð við Kópavog. Fyrir nokkrum árum var gert torg í Hamraborginni sem algjörlega misheppnað, engin staldrar þar við, ekki einu sinni í góðviðri, enda þar ekkert um að vera, ekki einu sinni hægt að kaupa þar kaffibolla. Svo er nafnið mislukkað þó það eigi að vísa til þess að torgið sé á Kópavogshálsi, nafnið minnir frekar á fornan aftökustað. Meira að segja er ekki hægt að koma þar fyrir jólatré fyrir jólin heldur er því klesst upp við Landsbankann. Þetta hefur verið algjört metnaðarleysi en margir binda vonir við að ný miðbæjarsamtök í Kópavogi reisi Hamraborgina úr öskustónni. Miðbærin á að vera miðstöð mannlífs, menningar og verslunar, rétt eins og í öðrum sveitarfélögum sem státa af alvöru miðbæ, eins og t.d. Ísafjörður, Stykkishólmur, Sauðárkrókur, Akureyri og Hafnarfjörður.
Eigum við ekki að gera kröfu til að einhver vitræn ákvörðun verði tekin í þessu máli? Kannski eigum við að treysta Næst besta flokknum í næst stærsta bæjarfélaginu til þess. Hver veit!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)