Óarðbærustu jarðgöng landsins opnuð á laugardaginn?

Hvaða áhrif hafa Héðinsfjarðargöng?

29.9.2010

Héðinsfjarðargöng - Yfirlitsmynd úrSiglufirði, að loknum framkvæmdumHéðinsfjarðargöng verða opnuð á laugardag. Þau munu gjörbreyta samgöngum á utanverðum Tröllaskaga - en hver verður breytingin? Hvernig verður umferðin í framtíðinni á þessu svæði? Hvaða möguleikar opnast með Héðinsfjarðargöngum? Mun opnun ganganna hafa víðtæk áhrif, t.d. á Akureyri eða verða áhrifin bundin við Fjallabyggð? Verður umferðarteppa í hinum einbreiðu Múlagöngum?

Í erindi sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, heldur á málstofu í viðskiptafræði föstudaginn 1. október 2010 kl. 12.10 í stofu M 102 í nýbyggingu háskólans, verður lagt mat á umferðarbreytingar í kjölfar ganganna og settar fram ýmsar hugleiðingar um hver áhrif þeirra gætu orðið. Framsögumaður er í hópi vísindamanna í HA sem hefur undanfarið rannsakað samfélagið í Fjallabyggð með það að markmiði að skoða hvaða áhrif göngin munu hafa. Niðurstöður verða birtar í bókum og er sú fyrsta að koma út um þessar mundir.


Verndun heimildarmanna er blaðamönnum mjög mikilvæg og hefst styrkst

Réttur blaðamanna til að vernda heimildarmenn sína styrktist í vikunni eftir úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu.  Í dómsniðurstöðunni er undirstrikað sérstakt mikilvægi heimildaverndar fyrir frelsi fjölmiðla um leið og dómurinn sneri við niðurstöðu dómsniðurstöðu hollenskra dómstóla um að þarlendir blaðamenn þyrftu að upplýsa um nöfn manna sem höfðu tekið þátt í ólöglegum götukappakstri. Blaðamennirnir sem hér um ræðir voru að rannsaka götukappakstra fyrir bílablaðið Autoweek og tóku myndir af þeim sem tóku þátt í þessari keppni, en bjuggu svo um hnútana að mennirnir þekktust ekki á myndunum.  Lögreglan krafðist þess að fá  óbrenglaðar myndir vegna þess að hún væri að rannsaka þessa kappakstra, sem væru lögbrot og hætulegir umferðaröryggi.

Það fékkst ekki og því ber að fagna. Þeir sem ræða við blaðamenn og gefa upp heimildir verða að geta treyst því að trúnaðir ríki og ekki sé hægt að gagna í skrokk á blaðamönnum og krefjast upplýsingar um nöfn heimildarmanna.


Ekki fleiri Kvennalistaframboð, bara Jafnréttisframboð, takk!

Haft er eftir ráðskonu Femínistafélagsins að konur hafi engu þokað í jafnréttismálum, tími kvenna hafi bara alls ekki komið. Hvað með forsætisráðherrann? Er þar er ekki kona þótt samkynhneigð sé, kvenndómurum hefur fjölgað, aldrei hafa fleiri konur setið í sveitarstjórnum, konur sjást stöðugt fleiri á hefðbundnum karlaþingum um sjávarútvegsmál og jafnvel stjórna þeim eins og nýlegt dæmi um Sjávarútvegsráðstefnuna sýnir.

Ráðskonan segir að eftir hrun hafi mikið verið rætt um að tími kvenna væri kominn sem og að oft hafi hugmynd um nýtt kvennaframboð verið rædd á síðustu mánuðum. Hún segir að ef til þess komi að stofna kvennaframboð vakni augljós spurning, hvort endilega eigi að kenna það við konur eða kalla það Kvennalista, þar sem margar konur séu ekki hrifnar af því að kynjatengja heitið svo mjög. Ef til vill ætti stefnan frekar að hafa jafnréttishugsjón í fyrrúmi. Hvað með Jafnréttisframboðið?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband