Ráðþrota ríkisstjórn hækkar útsvar en enn sitja ráðstafnir til hjálpar heimilinum á hakanum

Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það hækka skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða króna, en enn bólar ekkert á ráðstöfunum til hjálpar heimilinum, nema síður væri. Ríkisstjórnin er greinilega alveg ráðþrota.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins verði skorin niður um þrjátíu og tvo milljarða á næsta ári. Þar vegur nokkuð þungt niðurskurður í velferðarkerfinu, en að raunvirði nemur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu 6,2 milljörðum króna.Slík upphæð nemur hálfum kostnaði við Héðinsfjarðargöng. Undir liðnum almannatryggingar og velferðarmál er skorið niður um 4,5 milljarða króna. Alls eru þetta 10,7 milljarðar króna. En hvernig ver ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð slíkan niðurskurð í málaflokknum?

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að svo stór hluti allra útgjalda ríkisins rennur til félags-, heilbrigðis- og menntamála að það sé bara allt of lítið eftir til að taka á sig niðurskurð ef ekkert væri hróflað við þar. Það er hins vegar jákvætt að rekstur ríkissjóðs er betri en fjárlög þessa árs gerðu ráð fyrir. Í fjárlögum ársins 2010 var gert ráð fyrir að hallinn yrði tæplega nítíu og níu milljarðar króna, en núverandi áætlun gerir ráð fyrir sjötíu og fimm milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári.

Fjárlögin gera ráð fyrir breytingum á skattkerfinu. Þannig mun fjármagnstekjuskattur einstaklinga og skattur á hagnað fyrirtækja hækka um tvö prósentustig úr átján í tuttugu prósent. Erfðafjárskattur mun hækka úr fimm í tíu prósent og þá verður tekið upp sérstakt vörugjald á áfengi og tóbak í Fríhöfninni á næsta ári. Tekjuskattur verður lagður á úttekt séreignasparnaðar og tekinn verður upp sérstakur skattur á bankastarfsemi. Þessar hækkanir eiga að skila ríkissjóði ellefu milljörðum króna í auknum skatttekjum. Megum við sauðsvartur almúginn ekki njóta þess í einhverju?


Bloggfærslur 1. október 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband