Vottar grunaðir um að hylma yfir kynferðisafbrot

Kynferðisbrot ber að tilkynna til barnaverndaryfirvalda, þó Vottar Jehova skilji það ekki. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, mun ætla að funda með forwsvarsmönnum þessa söfnuðar sem ég hef alltaf litið hornuauga, fyrist og fremst vegna þess að þeir snúa út úr Biblíunni, túlka hana á sinn öfgafulla hátt. Meðlimir safnaðarins hafa orðið uppvísir að meintum kynferðisbrotum, brot sem hafa átt sér stað innan safnaðarins á undanförnum árum, og þetta lið hefur síðan staðið saman að yfirhylmingu.  Bragi vill fá að vita hvernig tekið er á slíkum málum innan safnaðarins. Talsmaður Votta Jehóva, Svanberg Jakobsson, hefur staðfest að af og til hafi vaknað grunsemdir um kynferðisbrot innan safnaðarins á síðustu árum, eða með öðrum orðum, söfnuðurinn tók lögin í sínar hendur. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir lögin alveg skýr; vakni slíkar grunsemdir eigi að tilkynna það til barnaverndaryfirvalda.

Bloggfærslur 9. nóvember 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband