Verndun heimildarmanna er blaðamönnum mjög mikilvæg og hefst styrkst

Réttur blaðamanna til að vernda heimildarmenn sína styrktist í vikunni eftir úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu.  Í dómsniðurstöðunni er undirstrikað sérstakt mikilvægi heimildaverndar fyrir frelsi fjölmiðla um leið og dómurinn sneri við niðurstöðu dómsniðurstöðu hollenskra dómstóla um að þarlendir blaðamenn þyrftu að upplýsa um nöfn manna sem höfðu tekið þátt í ólöglegum götukappakstri. Blaðamennirnir sem hér um ræðir voru að rannsaka götukappakstra fyrir bílablaðið Autoweek og tóku myndir af þeim sem tóku þátt í þessari keppni, en bjuggu svo um hnútana að mennirnir þekktust ekki á myndunum.  Lögreglan krafðist þess að fá  óbrenglaðar myndir vegna þess að hún væri að rannsaka þessa kappakstra, sem væru lögbrot og hætulegir umferðaröryggi.

Það fékkst ekki og því ber að fagna. Þeir sem ræða við blaðamenn og gefa upp heimildir verða að geta treyst því að trúnaðir ríki og ekki sé hægt að gagna í skrokk á blaðamönnum og krefjast upplýsingar um nöfn heimildarmanna.


Bloggfærslur 17. september 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband