15.9.2010 | 00:11
Ekki fleiri Kvennalistaframboð, bara Jafnréttisframboð, takk!
Haft er eftir ráðskonu Femínistafélagsins að konur hafi engu þokað í jafnréttismálum, tími kvenna hafi bara alls ekki komið. Hvað með forsætisráðherrann? Er þar er ekki kona þótt samkynhneigð sé, kvenndómurum hefur fjölgað, aldrei hafa fleiri konur setið í sveitarstjórnum, konur sjást stöðugt fleiri á hefðbundnum karlaþingum um sjávarútvegsmál og jafnvel stjórna þeim eins og nýlegt dæmi um Sjávarútvegsráðstefnuna sýnir.
Ráðskonan segir að eftir hrun hafi mikið verið rætt um að tími kvenna væri kominn sem og að oft hafi hugmynd um nýtt kvennaframboð verið rædd á síðustu mánuðum. Hún segir að ef til þess komi að stofna kvennaframboð vakni augljós spurning, hvort endilega eigi að kenna það við konur eða kalla það Kvennalista, þar sem margar konur séu ekki hrifnar af því að kynjatengja heitið svo mjög. Ef til vill ætti stefnan frekar að hafa jafnréttishugsjón í fyrrúmi. Hvað með Jafnréttisframboðið?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.