29.9.2010 | 23:49
Óarðbærustu jarðgöng landsins opnuð á laugardaginn?
Hvaða áhrif hafa Héðinsfjarðargöng?
Héðinsfjarðargöng verða opnuð á laugardag. Þau munu gjörbreyta samgöngum á utanverðum Tröllaskaga - en hver verður breytingin? Hvernig verður umferðin í framtíðinni á þessu svæði? Hvaða möguleikar opnast með Héðinsfjarðargöngum? Mun opnun ganganna hafa víðtæk áhrif, t.d. á Akureyri eða verða áhrifin bundin við Fjallabyggð? Verður umferðarteppa í hinum einbreiðu Múlagöngum?
Í erindi sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, heldur á málstofu í viðskiptafræði föstudaginn 1. október 2010 kl. 12.10 í stofu M 102 í nýbyggingu háskólans, verður lagt mat á umferðarbreytingar í kjölfar ganganna og settar fram ýmsar hugleiðingar um hver áhrif þeirra gætu orðið. Framsögumaður er í hópi vísindamanna í HA sem hefur undanfarið rannsakað samfélagið í Fjallabyggð með það að markmiði að skoða hvaða áhrif göngin munu hafa. Niðurstöður verða birtar í bókum og er sú fyrsta að koma út um þessar mundir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.