Enn er lagt fram fjölmiðlafrumvarp

Nýtt fjölmiðlafrumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi. Í öllum megin atriðum er þetta sama frumvarp og lagt var fram á síðasta þingi og náðist ekki að afgreiða. Stærsta breytingin frá fyrra frumvarpi er að í stað þess að setja á fót sérstaka Fjölmiðlastofu til að hafa eftirlit með framkvæmd laganna og safna upplýsingum um fjölmiðlamarkaðinn, er nú gert ráð fyrir að Fjölmiðlanefnd sjái um þetta hlutverk. Að flestu leyti eru þó greinar frumvarpsins sem lúta að stjórnsýslu samhljóða í gamla og nýja frumvarpinu, nema hvað að í stað „stofu“ er nú talað um „nefnd“.
Það verður fróðlegt að sjá hvaða afgreiðslu þetta frumvarp fær á Alþingi, hverjir tjá sig um það, og hvort það tekur einhverjum breytingum í umfjöllun Alþingis. Svo fer það til staðfestingar forseta á Bessastöðum, hvað gerir hann í það skiptið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband