Þingmaður reiddist þeim sem voru ekki sammála!

Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa reiðst fulltrúum Fjarðabyggðar á nýafstöðnum fundi með fulltrúum austfirskra sveitarfélaga fyrir viðhorf þeirra til uppbyggingu Axarvegar. Það eru ekki meðmæli með þingmanni að geta ekki hlustað á aðra sem eru honum ekki sammála, og bara reiðast. Austfirðingar með sína sveitarstjórnarmenn í fararbroddi hafa lengi tekist á um forgangsröðun í vegamálum. Heitustu kolin nú eru Norðfjarðargöng, lega Hringvegar, uppbygging Hringvegar og nýr vegur yfir Öxi. „Norðfjarðargöng eru númer eitt í samgöngumálum en um leið ætlum við að huga að uppbyggingu Axarvegar. Það væri ekki til að auka samúð okkar með málstað Fjarðabyggðar ef að þeir ætluðu sér síðan að fara hnýta í næsta mann. Við tölum ekki niður aðrar samgönguframkvæmdir þó svo við ætlum að standa fast á okkar," sagði Jónína. „Ég vildi bara benda á hve ósanngjörn staðan fyrir okkur þingmenn sé því öðru megin væri talað um að nauðsynlegt væri að fara í gegnum Öxi og að fulltrúar Fjarðabyggðar væru mjög ósanngjarnir og óbilgjarnir en á hinum staðnum væru Héraðsbúar sakaðir um sömu óbilgirni." Kannski er þingmaðurinn þeirri staðreynd reiðastur að forgangsröðunin er nokkuð fyrir norðan og vestan en ekki fyrir austan.

 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband