Pólitísk misbeiting valds enn við góða heilsu!

Aðalfundur Flugstoða ohf. fór fram þriðjudaginn 3. júní sl. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Kynntur var árseikningur Flugstoða ohf. og dótturfélaganna Flugfjarskipta ehf. og TERN Systems hf. og var hann samþykktur. Nokkrar breytingar urðu á stjórn fyrirtækisins. Áfram sitja Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður, Hilmar Baldursson og Arnbjörg Sveinsdóttir en úr stjórn viku Gunnar Finnsson og Sæunn Stefánsdóttir. Hér er á ferðinni enn eitt axaskaftið í samgönguráðuneytinu. Það er ekki fyrr farið að vatna yfir hneykslið vegna kaupa og endurbyggingar Grímseyjarferjunnar að Kristján Möller samgönguráðherra kemur að sínum manni í stjórn Flugstoða, Ásgeiri Magnússyni rafvirkja, sem er góður og gegn Samfylkingarmaður en hefur ekki hundsvit á flugmálum og í stað Sæunnar Stefánsdóttur kemur Margrét Kristmannsdóttir.Gunnar Finnsson er hins vegar rekstrarhagfræðingur og hefur starfað að flugmálum allt sitt líf og var aðstoðarframkvæmdastjóri við Alþjóðaflugmálastofnunina, sem staðsett er í Kanada. Hann er væntanlega sá Íslendingur sem næst hefur komið starfi að flugmálum á alþjóðavísu og býr að gríðarlegri þekkingu sem hefði átt að koma Flugstoðum vel. En hann gleymdi að ganga í Samfylkinguna.Þessi ráðning er svona svipuð og ef sjávarútvegsráðherra réði trésmið sem framkvæmdastjóra Fiskifélagsins, eða ef millistjórnendur í banka hefðu úrslitavald um veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar. Er ekki kominn tími til að hætta þessari pólitísku misbeitingu ráðherra, hvar sem þeir eru í flokki? Þegar viðreisnarstjórnin lét af völdum í byrjun áratugar 1970 voru nánast allir skólastjórar landsins kratar vegna þess að Gylfi Þ. Gíslason var búinn að vera menntamálaráðherra allan þann tíma. Framsóknarmenn réðu bara sína menn í utanríkisþjónustuna á síðasta áratug, sjálfstæðismenn hömpuðu sínu fólki í valdatíð Davíðs Oddssonar, bæði hjá borg og ríki, og þannig mætti lengi telja, því miður. Bananalýðveldið Ísland er greinilega enn við góða heilsu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband