26.10.2008 | 23:09
Út úr þrengingunum með samstöðu
Íslendingum veitir ekki af að standa saman nú, í blíðu og stríðu. Sumir eyða samt tíma og fyrirhöfn í það að standa í mótmælum gegn stjórnvöldum í stað þess að sýna samstöðu í því að komast út þessum eriðleikum, sem að vísu eru meiri en víðast hvar annars staðar í Evrópu, þökk sé forsætisráðherra Bretlands, ríkis sem nú sýnir sitt rétta andlit sem nýlenduveldi í verstu mynd. Gerist þess þörf eigum við hiklaust að fara í mál við þá og sækja okkur rétt hart, sama hvort það er fyhrir Alþjóðadómstólnum í Haag eða á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Ímynd okkar erlendis hefur beðið hnekki, og það þarf að bæta, með góðu eða illu. Íslensk stjórnvöld hafa alls ekki staðið sig sem skyldi, sérstaklega í því að upplýsa landslýð og alla þá erlendu fréttamenn sem hér eru staddir hvað er að gerast á hverjum tíma. Það má vera mun betra.
Það var gott að heyra nýjan forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnsson, segja við lok þings sambandsins að hann hefði þá staðföstu trú að með samstöðunni muni verkalýðshreyfingunni takast að vinna sig í gegnum þrengingarnar, fyrir ungt fólk og framtíðina. Ég vil trúa þessum orðum, og það vilja miklu fleiri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.