Í kreppu birtast furðufuglar!

Ástþór Magnússon krefst þess að fá úthlutað útsendingartíma hjá Ríkisútvarpinu og hefur sent útvarpsstjóra bréf þar að lútandi, það að sagt er. Ástæðuna segir Ástþór þá að hann hafi verið borinn út af opnum borgarafundi sem Ríkisútvarpið hafi sent út. Ástþór segir fundinn hluta af eikstýrðum pólitískum blekkingarvef sem RÚV sé óheimilt að útvarpa eða sjónvarpa nema öðrum sé veittur sambærilegur aðgangur að Ríkisútvarpinu fyrir sín sjónarmið. Kannski vill Ástþór segja okkur af hverju hann var borinn út, af hverju hann mætir á borgarafundi um háalvarleg málefni í jólasveinabúningi, af hverju hann misvirðir dómstóla með því að maka sig tómatssósu og af hverju hann heldur að hann geti gert þessari hnípnu þjóð í vanda yfirhöfuð eitthvað gagn, því það gerir hann sannarlega ekki. Svo er krafist sérstaks útsendingartíma sem enginn mundi hlusta á, ef fengist. Furðufuglar mega vera til mín vegna, en aðeins ef þeir valda engum vandræðum eða tjóni. Þeir geta í besta falli orðið að athlægi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ástþór Magnússon Wium

Ef þú værir búinn að lesa greinarnar mínar værir þú betur upplýstur um þetta. Ég svara þessum spurningum þínum á bloggsíðu minni t.d. hér:

10.1.2009 | Áhugaverður útvarpsþáttur um Opinn borgarafund og jólasveininn

4.12.2008 | Borinn út af borgarafundi. Þjóðin blekkt með leikstýringu.

Ástþór Magnússon Wium, 13.1.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband