23.9.2009 | 23:02
Þó fyrr hefði verið!
100daganefnd um kosti sameiningar
Framkvæmdastjórarnir í Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavík hafa skipað nefnd sem fjalla á um kosti og galla þess að sveitarfélögin sameinist.
Framkvæmdastjórarnir í Bolungarvík, Ísafjarðarbæ og Súðavík hafa skipað nefnd sem fjalla á um kosti og galla þess að sameina sveitarfélögin og kallast nefndin Hundraðdaganefnd. Er þess vænst að hún skili af sér innan 100 daga. Bolungarvíkurkaupstaður hefur þegar skipað sína fulltrúa í þessa nefnd, hin sveitafélögin ekki. Ég segi nú ekki annað en, þó fyrr hefði verið!. Bolungarvíkurbær er á heljarþröm fjárhagslega, Ísafjarðarbær stórskuldugur og fátt um framkvæmir í Súðavík íbúum til heilla eða framdráttar. Það á ekkert að bíða eftir nefnd sem tekur sér 100 daga frest til að ákveða hluti sem liggja í augum uppi, það á að sameina sveitarfélögin strax. Ég er fylgjandi því að sveitarfélag hafi að lágmarki 1000 íbúa, þó ekki væri til annars en að íbúarnir gætu átt von á einhverri þjónustu frá sveitarfélaginu fyrir útsvarspeningana.
Eyjafjörður á auðvitað að vera eitt sveitarfélag, Skagafjörður eitt sveitarfélag, hvað er Skútustaðahreppur og Svalbarðshreppur að standa utan við stærri sameiningu í Þingeyjarsýslum, allt Austurland frá Vopnafirði til og með Breiðdalshreppi á að vera eitt sveitarfélag en Djúpavogshreppur á að sameinast Hornafirði. Svo eru mýmörg tækifæri til sameiningar á Suðurlandi ef grannt er skoðað.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.