10.10.2009 | 00:09
Aðild að ESB og upptaka evru það eina rétta
|Komin er út ný og mjög athyglisverð bók; Frá Evróvisjón til Evru - Allt um ESB eftir Dr. Eirík Bergmann dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumann Evrópufræðasetursins. Fræðandi lesing um ESB sem jafnframt leiðir hugann að því hvernig Alþingi með marga vanhæfa um borð tókst að eyða öllu sumrinu í þjark um Icesave, klúður sem Landsbankinn upp á sitt einsdæmi tókst að færa á þjóðina, klúður sem Sigurjón bankastjóri ætti aðvitað að svara fyrir, og það fyrr en seinna. Aðild Íslands að Evrópusambandinu er eitthvert umdeildasta mál síðari tíma. En hvað er þetta ESB? Hver er saga þess? Hvernig er það byggt upp? Hvert er eðli Evrópusamvinnunar? Hvaða áhrif hefur Evrópusambandið á líf, störf og viðskipti Íslendinga nú þegar og hvað breytist ef ákveðið verður að ganga í sambandið? Hvað veit almenningur á Íslandi mikið um samvinnu þessara 27 aðildarríkja þar sem býr hálfur milljarður manna og talar 89 tungumál? Nánast sáralítið!
Íslendingar verða á næstunni að gera upp hug sig sinn til ESB. Bókin Frá Evróvisjón til evru eftir Eirík Bergmann hefur að geyma allt sem þú vildir vita um Evrópusambandið en þorðir ekki að spyrja um; bók sem á erindi inn á hvert heimili í landinu. Aðild að ESB og upptaka á evru er það eina rétta í stöðunni í dag, ef þessar þjóðir innan ESB samþykkja aðild okkar.
Á bókarkápu er vitnað til umsagnar Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra sem segir: "Liprasti texti sem Íslendingur hefur skrifað um ESB og fjandi skemmtilegur aflestrar. Á köflum eins og leiftrandi spennusaga."
Athugasemdir
Hvað kostar bókin
Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.10.2009 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.