Í saltfiskvinnslunni aukast hráefniskröfurnar og mikil verðmætasköpun gæti átt sér stað í útvötnunarferlinu

Á Sjávarútvegsráðstefnunni sem haldin ár í haust, sú fyrsta sem gætti hlutleysis, ræddi Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal um vermætasköpun í íslenskum sjávarútvegi og benti á að þorskur hefði skilað mestu útflutningsverðmæti afurða eftir tegundum árið 2009, eða 36%, síld 12%,ýsa 10%, karfi7%, ufsi 6%, rækja 5%, gráðlúða 4% og aðrar fisktegundir samtals 20%. Kristján taldi að bregðast mætti við samdrætti í geininni m.a. með samruna fyrirtækja, sanþjöppunaflaheimilda, sérhæfingu og auknum umsvifum fiskmarkaða. Öflug sjávarútvegsfyrirtæki ættu þess kost að auka sókn í nýja fiskistofna, auk þróun og fjárfestingu í nýrri tækni, efla markaðsumsvif og sanhæfa betur en áður veiðar, vinnslu og markaði. Kristján minnti á að árið 1981 hefði þorskafli landsmanna verið 460 þúsund tonn, svo nú mætti aðeins veiða um 34% þess þorskafla sem þá fékkst úr sjó.

,,Ferskar afurðir eru oft verðmætari en frystar,” sagði Kristján, og auka mætti hlutfall hnakkastykkja úr flaki, það gæfi auk þess aukið magn og selja mætti fleiri tegundir ferskar á markað. En fyrst og fremst þarf að auka framleiðslu til manneldis.

,,Það á sér stað mikil þróun í vinnslunni og í frystingu eru að koma fullkomnari og nákvæmari flökunarvélar, flæðilínur, skurðarvélar, flokkunarbúnaður, samvalsvélar, pökkunarvélar, vogir og margt fleira. Búast má við aukinni verðsamkeppni á heimsmarkaði og þar munu láglaunalönd eins og Kína láta stöðugt meira til sín taka.”

 Aukin verðmæti felast í aukahráefni 

Í saltfiskvinnslunni aukast hráefniskröfurnar og vinnslutæknin að breytast, tekin upp margskiptur ferill og mikil verðmætasköpun gæti átt sér stað í útvötnunarferlinu. Aukin verðmætasköpun gæti einnig átt sér stað í sjófrystingunni en þar hefur átt sér stað lítil vöruþróun. Frekari nýting aukahráefnis getur falist í hausum, klumbrum og hryggjum, með betri nýtingu og meðferð á lifur í niðursuðu og lýsisvinnslu og hægt er að auka betur nýtingu á hrognum, lifur, svilum, maga, roði og fleiru. Stórir og jafnfram lítt nýttir markaðir væru fyrir fiskiprótein,

 

Kristján benti á mjög vannýttar tegundir hér við land, s.s. hvali, makríl, miðsjávarfiskinn gulldeplu en nefndi sérstaklega rauðátu. Norskt fyrirtæki hefur hafið veiðar og vinnslu í tilraunaskyni en áætlað að í Norskahafinu sé 350 til

600 milljónir tonna af rauðátu. Mögulega er hægt að nota rauðátu til framleiðslu á afurðum til manneldis. Kristján taldi það því ofar öllum vafa að til staðar væru miklir möguleikar til aukinnar verðmætasköpunar í sjávarútvegi.


Ráðþrota ríkisstjórn hækkar útsvar en enn sitja ráðstafnir til hjálpar heimilinum á hakanum

Þriðjungur af heildarniðurskurði á útgjöldum ríkisins verður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, samkvæmt fjárlögum næsta árs. Rekstur ríkisins á þessu ári er mun betri en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Þrátt fyrir það hækka skattar, aðrir en tekjuskattar, verða hækkaðir um ellefu milljarða króna, en enn bólar ekkert á ráðstöfunum til hjálpar heimilinum, nema síður væri. Ríkisstjórnin er greinilega alveg ráðþrota.

Frumvarpið gerir ráð fyrir að útgjöld ríkisins verði skorin niður um þrjátíu og tvo milljarða á næsta ári. Þar vegur nokkuð þungt niðurskurður í velferðarkerfinu, en að raunvirði nemur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu 6,2 milljörðum króna.Slík upphæð nemur hálfum kostnaði við Héðinsfjarðargöng. Undir liðnum almannatryggingar og velferðarmál er skorið niður um 4,5 milljarða króna. Alls eru þetta 10,7 milljarðar króna. En hvernig ver ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð slíkan niðurskurð í málaflokknum?

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að svo stór hluti allra útgjalda ríkisins rennur til félags-, heilbrigðis- og menntamála að það sé bara allt of lítið eftir til að taka á sig niðurskurð ef ekkert væri hróflað við þar. Það er hins vegar jákvætt að rekstur ríkissjóðs er betri en fjárlög þessa árs gerðu ráð fyrir. Í fjárlögum ársins 2010 var gert ráð fyrir að hallinn yrði tæplega nítíu og níu milljarðar króna, en núverandi áætlun gerir ráð fyrir sjötíu og fimm milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á þessu ári.

Fjárlögin gera ráð fyrir breytingum á skattkerfinu. Þannig mun fjármagnstekjuskattur einstaklinga og skattur á hagnað fyrirtækja hækka um tvö prósentustig úr átján í tuttugu prósent. Erfðafjárskattur mun hækka úr fimm í tíu prósent og þá verður tekið upp sérstakt vörugjald á áfengi og tóbak í Fríhöfninni á næsta ári. Tekjuskattur verður lagður á úttekt séreignasparnaðar og tekinn verður upp sérstakur skattur á bankastarfsemi. Þessar hækkanir eiga að skila ríkissjóði ellefu milljörðum króna í auknum skatttekjum. Megum við sauðsvartur almúginn ekki njóta þess í einhverju?


Óarðbærustu jarðgöng landsins opnuð á laugardaginn?

Hvaða áhrif hafa Héðinsfjarðargöng?

29.9.2010

Héðinsfjarðargöng - Yfirlitsmynd úrSiglufirði, að loknum framkvæmdumHéðinsfjarðargöng verða opnuð á laugardag. Þau munu gjörbreyta samgöngum á utanverðum Tröllaskaga - en hver verður breytingin? Hvernig verður umferðin í framtíðinni á þessu svæði? Hvaða möguleikar opnast með Héðinsfjarðargöngum? Mun opnun ganganna hafa víðtæk áhrif, t.d. á Akureyri eða verða áhrifin bundin við Fjallabyggð? Verður umferðarteppa í hinum einbreiðu Múlagöngum?

Í erindi sem Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA, heldur á málstofu í viðskiptafræði föstudaginn 1. október 2010 kl. 12.10 í stofu M 102 í nýbyggingu háskólans, verður lagt mat á umferðarbreytingar í kjölfar ganganna og settar fram ýmsar hugleiðingar um hver áhrif þeirra gætu orðið. Framsögumaður er í hópi vísindamanna í HA sem hefur undanfarið rannsakað samfélagið í Fjallabyggð með það að markmiði að skoða hvaða áhrif göngin munu hafa. Niðurstöður verða birtar í bókum og er sú fyrsta að koma út um þessar mundir.


Verndun heimildarmanna er blaðamönnum mjög mikilvæg og hefst styrkst

Réttur blaðamanna til að vernda heimildarmenn sína styrktist í vikunni eftir úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu.  Í dómsniðurstöðunni er undirstrikað sérstakt mikilvægi heimildaverndar fyrir frelsi fjölmiðla um leið og dómurinn sneri við niðurstöðu dómsniðurstöðu hollenskra dómstóla um að þarlendir blaðamenn þyrftu að upplýsa um nöfn manna sem höfðu tekið þátt í ólöglegum götukappakstri. Blaðamennirnir sem hér um ræðir voru að rannsaka götukappakstra fyrir bílablaðið Autoweek og tóku myndir af þeim sem tóku þátt í þessari keppni, en bjuggu svo um hnútana að mennirnir þekktust ekki á myndunum.  Lögreglan krafðist þess að fá  óbrenglaðar myndir vegna þess að hún væri að rannsaka þessa kappakstra, sem væru lögbrot og hætulegir umferðaröryggi.

Það fékkst ekki og því ber að fagna. Þeir sem ræða við blaðamenn og gefa upp heimildir verða að geta treyst því að trúnaðir ríki og ekki sé hægt að gagna í skrokk á blaðamönnum og krefjast upplýsingar um nöfn heimildarmanna.


Ekki fleiri Kvennalistaframboð, bara Jafnréttisframboð, takk!

Haft er eftir ráðskonu Femínistafélagsins að konur hafi engu þokað í jafnréttismálum, tími kvenna hafi bara alls ekki komið. Hvað með forsætisráðherrann? Er þar er ekki kona þótt samkynhneigð sé, kvenndómurum hefur fjölgað, aldrei hafa fleiri konur setið í sveitarstjórnum, konur sjást stöðugt fleiri á hefðbundnum karlaþingum um sjávarútvegsmál og jafnvel stjórna þeim eins og nýlegt dæmi um Sjávarútvegsráðstefnuna sýnir.

Ráðskonan segir að eftir hrun hafi mikið verið rætt um að tími kvenna væri kominn sem og að oft hafi hugmynd um nýtt kvennaframboð verið rædd á síðustu mánuðum. Hún segir að ef til þess komi að stofna kvennaframboð vakni augljós spurning, hvort endilega eigi að kenna það við konur eða kalla það Kvennalista, þar sem margar konur séu ekki hrifnar af því að kynjatengja heitið svo mjög. Ef til vill ætti stefnan frekar að hafa jafnréttishugsjón í fyrrúmi. Hvað með Jafnréttisframboðið?


Utanþingsráðherrarnir þeir einu sem spara og skilja efnahagsvandann

Bestu ráðherrarnir í ríkisstjórn Jóhönnu eru augljóslega þeir sem ekki eru þingmenn. Eini ráðherrann sem vill spara í ríkisrekstrinum og sýnir vilja til þess er Akureyringurinn Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra sem vill fækka lögregluembættum úr 15 í sex og yfirstjórn lögreglu verði aðskilin frá embættum sýslumanna frá og með 1. janúar á næsta ári. Ríkisstjórnin hefur samþykkt þessar tillögur en ekki heyrist hósti né stunda frá öðrum ráðherrum, enda uppteknir við að bjarga eigin pólitísku skinni. Markmið breytinganna er að spara í yfirstjórn þessara embætta. Margt smátt gerir eitt stórt.

Þessi til viðbótar skilur aðeins einn ráðherra efnahagsvanda þjóðarinnar til hlýtar, þ.e. Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Það væri illa komið fyrir þessari ríkisstjórn ef ekki nyti þeirra Rögnu og Gylfa.

 


Prófkjörum lokið í Kópavogi, eða hvað?

Framsóknarmenn héldu prófkjör á laugardaginn í Kópavogi og þar vann oddviti flokksins og eini bæjarfulltrúinn, sannfærandi sigur, og komu þeir yfirburðir nokkuð á óvart. Mótframbjóðendur hans fláðu ekki feitan gölt í þessu prófkjöri, Gísli Tryggvason í 5. sæti og Einar Kristján náði engum árangri sem kemur svolítið á óvart. Þeir Gísli og Einar eru greinilega ekki framtíðarstjórnmálamenn í Kópavogi. Vinstri grænir sýndu einnig sýnum bæjarfulltrúa, Ólafi Þór Gunnarssyni, stuðning en hann háði þar enga samkeppni. Nýtt nafn kemur í 2. sætið, sem gæti orðið bæjarstjórnarsæti ef VG í Kópavogi heldur rétt á spilunum.

Frjálslyndir í Kópavogi eru einnig að huga að framboði þótt flokkurinn hafi nánast þurrkast út í síðustu þingkosninu. Helst er rætt um að Helgi Helgason leiði þann lista, en varla verður þar farið í prófkjör. Ekkert hefur frést af því hvort Gunnar I. Birgisson ætli að taka 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins, sem hann á ekkert víst þar sem hann hlaut ekki bindandi kosningu í það sæti.


Er prófkjör eða forval til góðs?

Samfylkingin í Kópavogi valdi sína frambjóðendur á laugardaginn en það tók heillangan tíma vegna sérkennilegra reglna sem fólust í því að kosið var um hvert sæti fyrir sig og ef enginn náði hreinum meirihluta í fyrri umferð var kosið aftur. Enda fór svo að þegar dró að lokum 10 tímum eftir upphaf var aðeins helmingur þeirra sem var við upphaf kosninganna eftir á svæðinu. Guðríður Arnardóttir hlaut rússneska kosningu í 1. sætið.

Sjálfstæðisflokkurinn í Kópavogi er næstur með sitt prófkjör þar sem sett er þak á kostnað vegna auglýsinga. Barist er um forystusætið á framboðslistanum en þar er Gunnar Birgisson að sækjast eftir áframhaldandi forystu en ekki munu allir vera sáttir við það. En Gunnar á enn mikið fylgi. Ármann Kr. Ólafsson forseti bæjarstjórnar veitir honum þar samkeppni en ósagt skal látið hvernig þeirri rimmu lyktar.

Forystumaður Framsóknar í Kópavogi, Ómar Stefánsson fær harða samkeppni um það sæti frá þremur flokkssystkinum sínum en gera má ráð fyrir að atkvæðin dreifist nokkur á milli þeirra sem ætti að koma Ómari til góða, en óvíst er hvort það dugar honum en hörð barátta fer fram bak við tjöldin þótt enn séu nær fjórar vikur til til prófkjörsdags.

Ólafur Þór Gunnarsson nýtur að því er virðist almenns stuðnings meðal Vinstri grænna til að leiða lista þeirra við bæjarstjórnarkosningar en slagur gæti orðið um 2. sætið sem hugsanlega verður bæjarstjórnarsæti ef VG í Kópavogi auka fylgi sitt þar eins og virðist vera á landsvísu.


Loksins fékk þjóðin sameiningartákn!

Jafntefli íslenska landsliðsins gegn Króötum á Evrópumótinu í handbolta 26:26 sannaði svo ekki verður um vilt að í öllu efnahagssukkinu greip íslenska þjóðin tækifærið og sameinaðist að baki landsliðinu og þjóðarstoltið fór alveg á fullt. Þarna er eitthvað að gerast sem allir skilja, en ekki seinagangur eins og sá sem Jóhanna ,,minn tími kemur" stendur fyrir. Ef íslenska þjóðin öðlast aftur trúna á sjálfan sig og dregur þessa menn sem komu okkur á kaldan klaka verður aftur gott að búa á Íslandi. Þá hefur Guð hjálpað Íslandi, nokkuð sem Geir aðgerðarlausi hafði ekki rænu á fremur en Ingibjörg besserwisser.

Loksins einhver á Bretlandi sem veit um hvað Icesave og ESB snýst!

 


mbl.is Bretar beita sér ekki gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband